Snúinn Eiffelturn

Snúinn Eiffelturn

Á Parísartorgi á mótum Þjóðbrautar og Sunnubrautar.

Verkið er eftir listamanninn Stefán Geir Karlsson. Það er steinskúlptúr unninn í Kína og fluttur hingað til lands. Fyrirmyndinn er Eiffelturninn í París en verkið er einmitt staðsett á Parísartorgi, sem er þriðja torgið í röð hringtorga á svokallaðri Þjóðbraut, sem liggur frá Hafnargötu að Reykjanesbraut. Verkið var afhjúpað á Ljósanótt 2013 af sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller.

 

Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar