510. fundur

06.12.2016 00:00

510. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. desember 2016 kl. 17:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Jóhann S. Sigurbergsson varamaður Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson  ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

Í upphafi fundar minntist forseti Guðfinns Sigurvinssonar fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Keflavík en hann lést 16. nóvember sl. áttræður að aldri.

Forseti óskaði heimildar bæjarstjórnar að fresta 5. máli til næsta bæjarstjórnarfundar. Samþykkt 11-0.

1. Fundargerðir bæjarráðs 17. og 24. nóvember og 1. desember 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Sjöundi liður í fundargerð bæjarráðs nr. 1100 frá 24. nóvember sl. Gjaldskrá byggingafulltrúa er borinn sérstaklega upp til atkvæða og samþykktur með 11 atkvæðum.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti án umræðu.

2. Fundargerðir barnaverndarnefndar 31. ágúst, 26. september, 24. október, 8., 22. og 28. nóvember 2016 (2016020332)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Fundargerðirnar lagðar fram án umræðu.

3. Fundargerð fræðsluráðs 23. nóvember 2016 (2016010248)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Böðvar Jónsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.

4. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 24. nóvember 2016 (2016010108)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

5. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og sameiginlega rekinna stofnana 2017 - 2022 - síðari umræða (2016060178)
Málinu frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið.