Dagforeldrar

Daggæsla barna í heimahúsum er einn þáttur í dagvistarúrræðum. Skilyrði fyrir starfsleyfi eru í samræmi við reglugerð Velferðarráðuneytisins um dagvist barna í heimahúsum og er bundið leyfi fræðsluráðs.

Dagforeldrar í Reykjanesbæ eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi samkvæmt ákveðnum skilyrðum og eru háðir reglulegu eftirliti umsjónaraðila. Fjöldi barna hjá hverju dagforeldri má mest vera fimm börn samtímis. Formaður Samtaka dagforeldra á Suðurnesjum er Kittý Guðmundsdóttir.

Foreldrar hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Mælt er með að foreldrar tali við tvo eða fleiri dagforeldra áður en ákvörðun um vistun er tekin.

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur gæslusamnings milli foreldra og dagforeldris er einn mánuður og skal uppsögn miðast við  1. eða 15. hvers mánaðar. Fyrsti gæslumánuður er reynslutími.

Dagforeldrar eru með eigin gjaldskrá. Reykjanesbær greiðir niður daggæsluna samkvæmt ákveðnum reglum. Niðurgreiðsla til dagforeldra frá 1. janúar 2023 er 77.904 kr. fyrir barn yngra en 18 mánaða og 110.800 kr. fyrir barn sem orðið er 18 mánaða. Auka niðurgreiðsla er vegna fleirbura. Leikskólafulltrúi, sem er starfsmaður bæjarins og heldur utan um málefni daggæslu/dagforeldra þeirra hjá bænum, hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra. Ef upp kemur ágreiningur milli dagforeldris og foreldris má leita til leikskólafulltrúa með úrlausn. Leikskólafulltrúi er Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir.