Starfsmannastefna

Samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 3. desember 2002.

Einstaka greinum starfsmannastefnunnar er ætlað að taka á þáttum sem sveitarfélagið telur mikilvægt að skýra. Í þeim tilfellum sem finna má ákvæði um einstök atriði í kjarasamningum, og hugsanlega eru öðruvísi eða ganga lengra en starfsmannastefnan, gilda þau. Sama gildir að sjálfsögðu um almenn lög, þau ganga fyrir kjarasamningum og starfsmannastefnunni.

Upplýsingar í starfsmannastefnu verða reglulega uppfærðar. Þær upplýsingar sem hér birtast skal taka fram yfir prentaðar útgáfur sem gerðar eru.

 

Skilgreiningar

 • Bæjaryfirvöld: Bæjarstjórn og bæjarráð
 • Yfirstjórnendur: Bæjarstjóri, bæjarritari og framkvæmdastjórar sviða þ.e. fjármálastjóri, fræðslustjóri, félagsmálastjóri, framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs og framkvæmdastjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs.
 • Starfseiningar: Allar stofnanir eða deildir sem hafa sérstakan millistjórnanda með mannaforráð.
 • Millistjórnendur: Stjórnendur starfseininga sem hafa mannaforráð þ.e. skólastjórar, forstöðumenn mannvirkja o.s.frv.
 • Starfsmenn: Aðrir starfsmenn en þeir sem nefndir eru hér að framan.
   

Markmið

 • Að Reykjanesbær sé eftirsóttur vinnuveitandi.
 • Að ráða hæft, áhugasamt og traust starfsfólk og gefa því kost á að þróast og eflast í starfi.
 • Að tryggja góða vinnuaðstöðu og að aðbúnaður og hollustuhættir séu í góðu horfi.
 • Að gagnkvæmt traust og gott samstarf ríki á milli starfsfólks og kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsfólks og viðskiptavina hins vegar.
 • Að starfsfólk sé vel upplýst um verkefni sín, skyldur og stjórnkerfi Reykjanesbæjar
   

Starfsmannastefna Reykjanesbæjar

Inngangur
Mannauður
Starfsmannahald og starfsmannastefna
Verkaskipting starfsmannamála
Starfsmannastefna Reykjanesbæjar
Reglur um auglýsingar
Starfsgreiningar
Bifreiðastyrkir
Yfirvinna
Siðareglur
Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar

 

Fréttir