Tengdar stofnanir

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem eru: Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Gerðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur. Sambandið vinnur að hagsmunamálum sveitarfélaganna og eflir og styrkir samstarf þeirra. Í sameiginlegum málum kemur það fram fyrir hönd sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu og öðrum. Sambandið annast samræmingu á fjárhags- og framkvæmdaáætlun sameiginlegra rekinna fyrirtækja og stofnana sem eru:

Almannavarnanefnd Suðurnesja
Almannavarnanefnd starfar með Almannavörnum ríkisins að skipulagi björgunar- og hjálparstarfa vegna hættu eða tjóns af völdum hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annarri vá sbr. lög um almannavarnir nr. 94/1962. Fulltrúar Reykjanesbæjar í almannavarnanefnd eru: Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri og Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

Almannavarnir ríkisins

Brunavarnir Suðurnesja
Brunavarnir Suðurnesja eru reknar af þremur sveitarfélögum: Reykjanesbæ, Garði og Vatnsleysustrandarhreppi. Viðkomandi bæjar- og sveitarstjórnir skipa stjórn BS sem er skipuð einum fulltrúa frá Garði, einum frá Vatnsleysustrandarhreppi og þremur frá Reykjanesbæ. Slökkviliðsstjóri er framkvæmdarstjóri BS í umboði stjórnar.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) starfar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og er heilbrigðisnefnd kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Heilbrigðisnefnd skipa 5 fulltrúar frá hlutaðeigandi sveitarfélögum auk fulltrúa atvinnurekenda og náttúruverndarnefnda.
HES hefur eftirlit með matvælavinnslu, íbúðarhúsnæði, veitinga- og gistihúsum, mengandi starfsemi, íþrótta-, heilbrigðis og menntastofnunum, baðstöðum sem og hunda og kattahaldi á Suðurnesjum.

Kalka : Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf
Sveitarfélögin Reykjanesbær, Garður, Sandgerðisbær, Grindavíkurbær og Vatnsleysustrandarhreppur eiga og reka sameignarfélagið Sorpeyðingarstöð Suðurnesja (S.S.). Tilgangur félagsins er að eiga og reka hina nýju móttöku-, flokkunar og eyðingarstöð Kölku í Helguvík.
Ennfremur að annast þjónustu á sviði sorphirðu og móttöku úrgangs í sveitarfélögunum og önnur verkefni á sviði úrgangs og endurvinnslumála.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er skóli Suðurnesjamanna og nemendur hans koma frá öllum byggarlögum svæðisins. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum (Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar) reka skólann í samstarfi við ríkisvaldið.

Reykjaneshöfn
Heilbriðisstofnun Suðurnesja
DS Dvalarheimili aldraðra
Hitaveita Suðurnesja
Samband íslenskra sveitarfélaga

 

Fréttir