Menningarverðlaun

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar - Súlan

Reglur:

1) Veittar eru tvær viðurkenningar hverju sinni. Aðra viðurkenninguna fær einstaklingur/hópur sem unnið hefur að menningarmálum í bænum og hina fær fyrirtæki sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlögum eða öðru.
2) Menningarráð ákveður verðlaunahafa.
3) Óskað skal eftir tilnefningum með auglýsingu í staðarblöðum í september ár hvert.
4) Tilnefningum skal komið til menningarfulltrúa fyrir ákveðinn tíma sem kemur þeim síðan til ráðsins.

Samþykkt í bæjarstjórn 20. feb. 2001

Verðlaunahafar:

2014

Guðný Kristjánsdóttir (fyrir framlag sitt til eflingar leiklistar í bænum)

2013

Hljómsveitin Valdimar (fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í bænum)

2012

Kór Keflavíkurkirkju (fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í bænum)

2011

Jóhann Smári Sævarsson (efling menningar- og tónlistarlífs í bænum)

Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum (fyrir framlag sitt til menningarlífs í Reykjanesbæ)

2010

Gunnar Marel Eggertsson (fyrir smíðina á víkingaskipinu Íslendingi, siglinguna til Ameríku og þátttöku sína við uppbyggingu Víkingaheima í Reykjanesbæ)

Veitingastaðurinn Paddy´s (fyrir eflingu tónlistarlífs í Reykjanesbæ með því að skapa ungu tónlistarfólki tækifæri til flutnings tónlistar)

2009:

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
2008:

Leikfélag Keflavíkur

Kvennakór Suðurnesja

2007:

Víkurfréttir (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld

2006:

Flugstöð Leifs Eiríkssonar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

Grímur Karlsson (fyrir að gera söguna sýnilega með smíði bátalíkana)
2005:

Nesprýði (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

Faxi ( ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ)
2004:

Hjördís Árnadóttir (framlag til menningarmála, myndlistar og leiklistar)

Útgáfufyrirtækið Geimsteinn (stuðningur við unga tónlistarmenn)

2003:

Karlakór Keflavíkur (efling tónlistarlífs í Reykjanesbæ síðustu fimm áratugi)

Íslandbanki (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

2002:
Upphafshópur Baðstofunnar (efling myndlistarlífs í bænum)
Hótel Keflavík (stuðningur við Ljósanótt)
2001:

Karen Sturlaugsson ( efling tónlistarlífs í bænum)

Ný-ung (kaup og uppsetning á útilistaverki)

2000:

Kjartan Már Kjartansson (efling tónlistarlífs og alm. menningarmál)

Kaupfélag Suðurnesja. (velvild og fjárahagslegur stuðn.)

1999:

Rúnar Júlíusson (efling tónlistar og kynning á bænum)

Hitaveitan ( velvild og fjárhagslegur stuðningur)

1998:

Guðleifur Sigurjónsson (byggðasafn og saga Keflavíkur)

Sparisjóðurinn (velvild og fárhagslegur stuðningur)

1997:

Birgir Guðnason (friðun húsa, aðstoð við myndlistarmenn)

Sigrún Hauksdóttir (aðstoð við myndlistarmenn)

Ragnheiður Skúladóttir (tónl.kennari og undirleikari)

Keflavíkurverktakar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)

Viðurkenningin "Súlan"
Verðlaunagripurinn er í formi grips sem listamaðurinn Karl Olsen úr Reykjanesbæ hannaði og smíðaði. Má þar sjá Súluna, sem er í merki bæjarins, gerða úr málmi, og er hún fest á stein úr landi Reykjanesbæjar. Árið 2005 gerði listakonan Elísabet Ásberg nýjan grip. Þar má einnig sjá Súluna en nú aðeins sem höfuð sem gert var úr silfri og fest á lítinn stöpul úr steini. Einnig er afhent undirritað og innrammað verðlaunaskjal.

Listamaður Reykjanesbæjar

Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur einu sinni á hverju kjörtímabili. Það er bæjarráð sem velur hann og hefur til hliðsjónar eftirfarandi reglur:

Í lok hvers kjörtímabils er óskað eftir tillögum eða óskum um listamann Reykjanesbæjar. Allar listgreinar og öll listform koma til greina. Bæjarráð úthlutar nafnbótinni. Ráðið skal fara yfir þær óskir og tillögur sem fram koma og er einng heilmilt að bæta við nöfnum sem til greina koma eftir því sem ástæða er til. Bæjarráði er heimilt að ráða sér aðstoðarfólk eftir þörfum vegna úthlutunar þessarar. Sá sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auðvelda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Þá verða nöfn þeirra skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarði bæjarins. Listamanni Reykjanesbæjar er skylt að halda sýningu eða kynna á annan hátt list sína.
 

2014 Sigurður Sævarsson
2009 Ragnheiður Skúladóttir
2005 Rúnar Júlíusson
2001 Gunnar Eyjólfsson
1997 Sossa Björnsdóttir
1994 Hilmar Jónsson
1993 Halla Haraldsdóttir
1992 Gunnar Þórðarson
1991 Erlingur Jónsson

 

Menningarstyrkir

Menningarráð sér um alla styrki menningarmála fyrir hönd bæjarstjórnar.

Sótt er um menningarstyrki til Manngildissjóðs Reykjanesbæjar í mars ár hvert á mittreykjanes

Reglur um Manngildissjóð Reykjanesbæjar

Markmið verkefnisins og áætlanir um framkvæmd þess skulu skýrar og raunhæfar hvað varðar kostnað, tímasetningar og kröfur til ábyrgðarmanna verkefnisins. Listrrænt og eða fræðilegt gildi verkefnisins þarf að vera ljóst. Sýnt skal fram á að styrkurinn efli menningarstarfsemi á svæðinu.

Styrkurinn afhendist þegar verkefninu er lokið.

Menningarráð Suðurnesja úthlutar styrkjum til menningarverkefna árlega.

Fréttir