Einkasafn poppstjörnu

Einkasafn Páls Óskar var fyrsta einkasýningin sem opnuð var í Rokksafni Íslands. Þegar önnur sýning var opnuð í september 2016 var sýningin um Pál Óskar færð upp á 2. hæð Rokkasafnins á svæði sem kallað er Gítarnöglin. 

Á meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar