Jólasveinaratleikur og óskalistar til jólasveinanna

Á aðventunni verða Duus Safnahús í jólabúningi. Frá 1. desember stendur fjölskyldum til boða ratleikur í Bryggjuhúsinu þar sem leita þarf að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hingað og þangað um húsið. Þá er hægt að búa til óskalista handa jólasveinunum og biðja Skessuna í hellinum um að koma þeim til skila, enda eru sveinarnir frændur hennar.

Opið 12-17 alla daga og ókeypis aðgangur á þessa viðburði.