Annan laugardag hvers mánaðar eru gestir og gangandi hvattir til að Spila saman í Bókasafni Reykjanesbæjar. Notalegar fjölskyldustundir má einnig framkalla með spilastundum en ýmis spil geta aukið rökhugsun barna og hjálpað til við færni þeirra með tölur svo fátt eitt sé nefnt. Við mælum því eindregið með að bæta smá leik og gleði í gegnum spil í líf okkar allra.

 Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.

                                          Steinn Steinarr