Við munum tímana tvenna - afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar

Þann 16. nóvember opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna Við munum tímana tvenna í tilefni af 40 ára afmælis safnsins. Sýningin stendur til 23. apríl.

Á sýningunni er farið yfir tildrög og sögu safnsins og vakin athygli á mikilvægu starfi Byggðasafnsins í veröld og samfélagi sem breytist ört. Það fennir fljótt í sporin, en hlutverk Byggðasafnsins er að muna tímana tvenna og halda utan um söguna og fræða nútímann og komandi kynslóðir um fortíðina.

Reykjanesbær býr yfir sérstæðri sögu, þar sem einmitt má greina afar skörp skil á milli tveggja tíma; annars vegar höfum við fiksibæina sem byggðu allt sitt á fangbrögðum við hafið og hins vegar langa sögu varnarliðsins sem nágranna innan girðingar og uppbyggingu alþjóðaflugvallar.

Sýningastjóri: Eiríkur Páll Jörundsson

Sýninganefnd: Eiríkur Páll Jörundsson, Hulda Björk Þorkelsdóttir, Haraldur Haraldsson, Oddgeir Karlsson og Helgi Valdimar Viðarsson Biering.

Smíðavinna: Haraldur Haraldsson og Helgi Valdimar Viðarsson Biering,