Söngvaskáld á Suðurnesjum: Þorsteinn Eggertsson

Þeir eru ófáir lagatextarnir sem Þorsteinn Eggertsson hefur samið, og eins og sagt er í laginu: ef þú vilt fá skammt af ánægju og gleði og hamingjuvon, þá ættir þú að hlusta á texta eftir hann Þorstein Eggertsson. Þorsteinn var um tíma söngvari hjá KK sextettinum og söng með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík og beatniks áður en hann sneri sér að textagerð. Eftir Þorstein liggur mikið magn dægurlagatexta en rúmlega fjögur hundruð þeirra hafa verið gefnir út í flutningi ýmissa tónlistarmanna og má þar nefna Fjólublátt ljós við barinn, Rabbarbara Rúna og Er ég kem heim í Búðardal.

Miðasala fer fram á hljomaholl.is og tix.is og er miðaverð kr. 3.400.

Tónleikaröðin Söngvaskáld Suðurnesja hlaut einstaklega góðar mótttökur á síðasta ári þar sem færri komust að en vildu og verður áfram haldið að kynna söngvaskáld og ríkan tónlistararf Suðurnesja í tali og tónum.

Tónleikarnir verða haldnir í Bergi í Hljómahöll þar sem kynnt verður sagan á bak við tónlistina í heimilislegri stemmningu. Kynnir og handritshöfundur er Dagný Gísladóttir, söngvari er Elmar Þór Hauksson og útsetningar og píanóleikur er í höndum Arnórs B. Vilbergssonar sem nýverið hlaut Menningarverðlaun Reykjanesbæjar.

Tónlistarröðin mun árið 2017 fjalla um: Magnús Þór Sigmundsson, Ingibjörgu Þorbergsdóttur og Þorstein Eggertsson. Fjallað verður um menningarlegan bakgrunn þeirra og tónlistarsögu í máli samhliða tónlistarflutningi á þremur kvöldum í Hljómahöll 2. febrúar, 2. mars og 6. apríl. Þess má geta að Ingibjörg Þorbergs fagnar 90 ára afmæli á árinu.