Senn líður að aðventu og jólum og mun Aðventugarðurinn í ár verða opinn á laugardögum og sunnudögum fram til jóla og á Þorláksmessu.

Í Aðventugarðinum er leitast eftir að skapa jólalegt andrúmsloft þar sem fólk getur komið saman, fundið fyrir jólaandanum og gert góð kaup í jólakofunum.

Í þessu verkefni, eins og svo mörgum öðrum, er það þátttaka íbúa sem skiptir sköpum. Við þurfum fólk til að selja varning í sölukofunum og við þurfum fólk til að standa fyrir viðburðum og dagskrá í Aðventugarðinum. Við hvetjum því alla sem vettlingi geta valdið til þátttöku í þessu bráðskemmtilega verkefni

 

Umsóknir í sölukofa: https://forms.gle/BAo4m5BQweF1KCAg7

Umsóknir fyrir viðburði, dagskrá eða uppákomur í Aðventugarðinum: https://forms.gle/f2GJfdeLicKDyZT98

 

Opnunartími Aðventugarðsins:
Laugardagur 4.des 13-17
Sunnudagur 5.des 13-17
Laugardagur 11.des 13-17
Sunnudagur 12.des 13-17
Laugardagur 18.des 13-17
Sunnudagur 19.des 13-17
Þorláksmessa 23.des 16-22

 

Gleðilega hátíð!