Ave Maria - jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Kvennakór Suðurnesja lýkur afmælisárinu með fallegum og hátíðlegum jólatónleikum undir yfirskriftinni Ave Maria líkt og árið 2015 en þá hélt kórinn Ave Mariu tónleika í Keflavíkurkirkju sem var mjög vel tekið af áhorfendum. Á tónleikunum mun kórinn, ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum, flytja nokkrar af fallegustu tónlistarperlum sem samdar hafa verið við hugljúfa stemmingu og kertaljós. Við hvetjum ykkur til að taka frí frá jólaamstrinu til að koma, hlusta, njóta og eiga með okkur yndislega kvöldstund.

Einsöngvari: Birta Rós Arnórsdóttir 
Hljóðfæraleikarar: Geirþrúður F. Bogadóttir á píanó, Ragnheiður Eir Magnúsdóttir á þverflautu , Ína Dóra Hjálmarsdóttir á blokkflautu og félagar úr Bjöllukór Tónlistarskólans í Reykjanesbæ.

Hægt er að panta miða með tölvupósti: kvennakorsudurnesja@gmail.com, senda skilaboð á Kvennakór Suðurnesja á facebook, hafa samband við kórkonur eða kaupa við innganginn.
Miðaverð: 2000 kr. í forsölu og 2500 kr. við innganginn.
Frítt fyrir grunnskólabörn.