Barna- og ungmennahátíð 6.-16. maí

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ fer fram dagana 6.-16.maí. Á því tímabili verður fókusinn settur á börn og fjölskyldur með það að markmiði að þær geti skemmt sér saman og notið alls þess góða sem bærinn hefur upp á að bjóða fyrir þann hóp öllum að kostnaðarlausu.

Meðal þess sem boðið verður upp á er Listahátíð barna sem samanstendur af listsýningu allra leik-, og grunnskóla bæjarins auk listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Duus Safnahúsum og Hæfileikahátíð grunnskólanna sem streymt verður úr Stapa.

Þá fá öll leik- og grunnskólabörn afhenta Minningabókina, sem  er ætlað að hvetja fjölskyldur til góðrar samveru og leysa skemmtileg verkefni víða um bæinn og geta þátttakendur unnið til flottra verðlauna.

Boðið verður upp á Skessuskokk í hverfum bæjarins, ný vatnsrennibraut verður formlega tekin í notkun auk þess ssem ýmsum viðburðum verður streymt.

Þá koma Fjörheimar sterkir inn með dagskrá unninni af ungmennum og fyrir ungmenni.

Fylgist með á reykjanesbaer.is og á facebooksíðunum Reykjanesbær og Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ.