Bókabíó - Dagbók Kidda klaufa

Föstudaginn 23. mars klukkan 16.30 verður kvikmyndin Dagbók Kidda klaufa sýnd í Bókabíói. 

Dagbækur Kidda klaufa (Diary of a Whimpy Kid) hafa verið gríðarlega vinsælar bækur í Bókasafni Reykjanesbæjar en höfundur þeirra er Jeff Kinney. 

Kvikmyndirnar um Kidda klaufa eru fjórar talsins og í þessari fyrstu mynd er aðalsöguhetjan, Kiddi, að kljást við að falla í hópinn í skólanum, stóra bróður sinn, foreldra sína og besta vin sinn. 

 Myndin er um 90 mínútur að lengd og verður sýnd með ensku tali og íslenskum texta.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.