Bókabíó - Paddington

Föstudaginn 23. febrúar klukkan 16.30 verður ævintýramyndin Paddington sýnd í Bókabíói. Myndin er byggð á ævintýrum bangsans góðkunna en höfundur bókanna um Paddington hét Michael Bond. Fyrsta bókin um Paddington ar gefin út árið 1958 í London og hafa sögurnar um Paddington verir vinsælar allar götur síðan.

Í þessari fyrstu kvikmynd um Paddington fer hann til London í leit að nýju heimili eftir skelfilegan jarðskálfta á sínum heimaslóðum í Perú. Hann lendir í ýmsum ævintýrum í stórborginni sem geta skemmt bæði ungum og öldnum.

Myndin er um 90 mínútur að lengd og eru allir hjartanlega velkomnir.