Bókabíó - Ronja ræningjadóttir

Sænska ævintýramyndin Ronja ræningjadóttir verður sýnd í Bókabíói föstudaginn 26. janúar nk.  Myndin er byggð á ævintýrinu um Ronju ræningjadóttur og vin hennar Birki eftir höfundinn Astrid Lindgren.  

 Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur er uppáhald margra og eru allir unnendur ævintýra Astrid Lindgren hvattir til að mæta og fylgjast með ævintýrum Ronju og Birkis í Matthíasarskógi. 

Myndin er 120 mín að lengd og verður sýnd með íslenskri talsetningu.

 Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.