Dagur tónlistarskólans haldinn hátíðlegur

Vegna slæmrar veðurspár verður Hátíðardagskrá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem vera átti á morgun, laugardaginn 10. febrúar, á „Degi tónlistarskólanna“, frestað um viku.
Hátíðardagskrá Tónlistarskólans verður því laugardaginn 17. febrúar, á sama tíma og auglýst hefur verið.

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 10. febrúar n.k. Af því tilefni verður hátíðardagskrá í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10.45 til 13.15.

  • 10.45 Kaffihús Strengjadeildar opnar
  • 11.00 -12.00 Hljóðfærakynningar og prufutímar fyrir nemendur Forskóla 2. Ör-tónleikar til skiptis á 3 tónleikastöðvum í skólanum
  • 12.00-12.50 Tónfræðikeppnin Kontrapunktur í Bergi. Öllum velkomið að fylgjast með
  • 12.50 „Hljómsveitir kallast á“. Strengja-/Gítarsveit og yngri Lúðrasveit „tala saman“

Tónver skólans starfrækir netsjónvarp á Facebooksíðu hans meðan á dagskránni stendur

Kaffihús Strengjadeildar verður opið frá 10.45-13.15. Ágóðinn rennur í ferðasjóð Strengjadeildar

Sjá nánar á vefsíðunni tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebook.

Allir hjartanlega velkomnir