Gestum Safnahelgar er boðið upp á tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa með hljómsveitinni FLOTT sem hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu m.a. með laginu „Mér er drull“. Tónleikarnir hefjast kl. 15 í Bíósal Duus Safnahúsa og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Vigdís Hafliðadóttir syngur, Ragnhildur Veigarsdóttir spilar á hljómborð, Sylvía Spilliaert spilar á bassa, Eyrún Engilbertsdóttir spilar á gítar og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.

Ókeypis aðgangur er á viðburðinn