Foreldramorgunn: Lesið fyrir ungabörn

Lesið fyrir ungabörn

 Anna María Cornette deildarstjóri barna- og unglingastarfs í Bókasafni Reykjanesbæjar kemur á Foreldramorgunn fimmtudaginn 26. apríl klukkan 11.00.

Hún ætlar að spjalla um barnabækur og mikilvægi lesturs fyrir ungabörn og hvernig best er að bera sig að.

Allir foreldrar og börn hjartanlega velkomin. 

Minnum á afsláttinn á Ráðhúskaffi, 15% af hádegismatseðli.