Foreldramorgunn: Svefnþjálfun

Svefnþjálfun

 Fimmtudaginn 12. apríl klukkan 11.00 kemur Arna Skúladóttir á Foreldramorgunn í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Arna Skúladóttir er sérfræðingur í svefni barna og höfundur bókarinnar Draumaland. Hún kynnir nokkrar aðferðir í svefnþjálfun fyrir foreldra en svefn er, líkt og flestir vita, öllum lífsnauðsynlegur.

Allir foreldrar og börn hjartanlega velkomin.

Heitt á könnunni og afsláttur af hádegsverði á Ráðhúskaffi.