Fræðsla um skaðsemi fíkniefna fyrir foreldra

Fræðsla um skaðsemi fíkniefna fyrir foreldra verður haldin á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS, mánudaginn 25. mars kl. 17:00 - 18:30.

Sigvaldi Lárusson hefur heimsótt nemendur að undanförnu og mun hann m.a. sýna foreldrum og kennurum það efni sem hann sýndi nemendunum, auk annarrar fræðslu. 

Gestir á fundium verða fjölskylda Einars Darra úr „Ég á bara eitt líf“ hópnum.

Fyrirlesturinn er opinn öllum foreldrum, þeim að kostnaðarlausu.

Fræðslan er í boði Samtaka hópsins í samstarfi við FFGÍR og foreldrafélag FS.

Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag.