Fullveldisárið 2018

Skemmtilegur viðburður í samstarfi Listasafns, Byggðasafns, Sögufélags Suðurnesja og Leikfélags Keflavíkur fer fram í tengslum við Þingvallasýninguna Hjartastaður fimmtudaginn 22. mars kl. 17:30.   Þar munu Eiríkur Hermannsson formaður Sögufélagsins og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur halda stutta fyrirlestra, Leikfélag Keflavíkur mun bregða á leik og einnig verða flutt valin tónlistaratriði.