Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur og leiðsögn sýningarstjóra

„Handaband: Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur.“
Verið velkomin í Duus Safnahús til að taka þátt í smiðju í tengslum við sýninguna Endalaust. Þátttakendur fá tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru sem er gerð úr endurunnum textílefnum sem féllu til við framleiðslu á Íslandi. Efnin sem notuð verða koma frá Umemi, Glófa og Cintamani. Allir eru hvattir til að segja söguna af furðuverunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur. 

Þetta er önnur af tveimur smiðjum sem HANDVERK OG HÖNNUN og Listasafn Reykjanesbæjar bjóða á næstunni ásamt leiðsögn sýningarstjóra í tengslum við sýninguna „Endalaust“ í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og betra líf. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni. 

Klukkan 14 verður sýningarstjórinn, Ragna Fróða,  með leiðsögn um sýninguna fyrir áhugasama. Leiðsögnin er öllum opin óviðkomandi því hvort fólk tekur þátt í smiðjum.