Gamandrama

 Fimmtudaginn 8. mars klukkan 17.00 opnar myndasögusýning Lóu Hlínar eða Lóuboratoríum í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningin verður sett upp í teiknimyndasögu- og unglingahorni safnsins og mun standa í 6 vikur.

Myndasögur Lóu Hlínar eða Lóuboratoríum birtast reglulega í tímaritum og ljósvakamiðlum. Hefur hún einnig verið með sýningar víða. Lóa Hlín er einnig í hljómsveitinni FM-Belfast og þann 26. janúar sl. var verkið Lóaboratoríum frumsýnt í Borgarleikhúsinu.

Allir velkomnir.