Hjólreiðaverkstæði í Bókasafni Reykjanesbæjar

Hjólreiðaverkstæði Helga

Nú er sumarið handan við hornið og margir taka hjólin sín aftur í notkun eftir veturinn og jafnvel enn fleiri farnir að hjóla um bæinn.

Helgi úr Hjólabúðinni kemur í Bókasafn Reykjanesbæjar laugardaginn 20. maí frá klukkan 12.00-14.00. Hann mun yfirfara hjól, pumpa í dekk og smyrja keðjur.

Við hvetjum alla; börn og fullorðna, til að nýta sér þessa frábæru þjónustu fyrir sumarið.

 
Það er upplagt að nýta tækifærið og fá bækur og tímarit að láni.

Allir hjartanlega velkomnir