Hljómlist án landamæra

Fimmtudaginn 19.apríl, á sumardaginn fyrsta kl. 20:00, fara fram einstakir tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða viðburð í tengslum við listahátíðina „List án landamæra“ sem notið hefur verðskuldaða athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri og fagna fjölbreytileika mannlífsins.

Dagskráin í ár er meiriháttar og meðal þeirra sem koma fram eru Jón Jónsson, Emmsjé Gauti, Hobbitarnir, Már Gunnarsson, Vox felix og Gunni og Felix og fullt af fleiri snillingum. Ekki láta þennan stórskemmtilega og einstaka viðburð framhjá þér fara. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.