Fundarröð Íbúðarlánasjóðs ber heitið „Húsnæðislán 101“.  Á fundinum munu tveir sérfræðingar frá Íbúðalánasjóði fara yfir helstu atriði sem fólk í húsnæðiskaupahugleiðingum ætti að hafa í huga.

Þetta er opinn fræðslufundur fyrir allan almenning og nokkurskonar upprifjun eða inngangur fyrir húsnæðiskaup einstaklinga. 

Fundurinn verður í fundarsal á 4. hæð í turni við Krossmóa 4 og er áætlaður fundartími um tvær klukkustundir. Boðið verður upp á léttar veitingar.