Reykjanesbær svæði markaðsherferðar IceMaps.com, nýju fardeilisíðunnar

Við hjá IceMaps erum að koma heimasíðunni okkar í loftið þann 15. september næstkomandi.

Vegna þess að þessi heimasíða gerir mest gagn þegar margir á sama svæði eru að nota hana höfum við ákveðið að beina allri markarðsherferðinni að einungis einu svæði. Reykjanesbær hefur orðið fyrir valinu.

IceMaps.com er heimasíða sem leyfir fólki að deila fari með auðveldari hætti en hingað til hefur þekkst. Þetta er síðan sem mun leysa allar fardeili facebook grúpuurnar og samferda.is af hólmi og gera miklu betur.

Á þessari síðu getur maður tiltekið nákvæmlega hvaðan og hvert maður er að fara og sér svo strax alla sem eru að fara nokkurnvegin þaðan sem maður er að fara, nokkurnvegin þangað sem maður er að fara, á nokkurnvegin þeim tíma sem maður sjálfur er að fara.

Markaðsherferðin nær einnig til Garðs og Sandgerðis.

Kynntu þér málið og bókaðu ferð, á IceMaps.com.