Leiðsögn um sýninguna TEIKN

Listamaðurinn Guðjón Ketilsson og Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri verða með leiðsöng um sýningu Guðjóns TEIKN, sem opnaði í listasal Duus Safnahúsa 15. febrúar sl. 

Sýningin TEIKN er samsett úr átta verkum sem öll fjalla með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“ í víðasta skilningi þessara orða. Listamðaurinn hefur unnið jöfnum höndum að gerð þrívíddarverka og teikninga og eru verk hans hvort tveggja í senn, völundarsmíði og hugleiðinga um tilvist mannsins.