Lið Reykjanesbæjar mætir liði Kópavogs í Útsvari

Lið Reykjanesbæjar og Kópavogs mæta í síðustu viðureign undanúrslitakeppninnar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga á RUV. Lið Reykjanesbæjar skipa Kristján Jóhannsson, Valgerður Björk Pálsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson. Liðið hefur staðið sig vel í vetur og unnið tvær viðureignir, á móti Hálendinu og Ísafjarðarbæ. 

Bæjarbúar eru hvattir til að standa vel við bakið á liðinu og hvetja það til dáða. Liðið á góða möguleika á því að komast í úrslitaviðureignina þann 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með liðinu í sjónvarpssal þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið Efstaleiti eigi síðar en 19:10.

Áfram Reykjanesbær !