Listahátíð barna í Reykjanesbæ

Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt fimmtudaginn 26. apríl í þrettánda sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni  Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 

Duus Safnahús verða undirlögð undir myndlistarsýningar leik-, grunn- og framhaldsskólans. Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram í Stapa og boðið verður upp á dagskrá fyrir fjölskyldur í tengslum við hátíðina.