Listahátíð barna í Reykjanesbæ

Skessan í hellinum býður til Listahátíðar barna í Reykjanesbæ í tólfta sinn dagana 4. - 21. maí. Hátíðin hefst með opnunum listsýninga allra skólastiga í Duus Safnahúsum þann 4. maí. Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram föstudaginn 5. maí og boðið verður upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 6. maí svo takið daginn frá. 

Dagskráin verður birt hér á vef Reykjanesbæjar þegar nær dregur og einnig verður hægt að fylgjast með á Facebooksíðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ.

Við hvetjum alla þá sem luma á skemmtilegum hugmyndum um viðburði eða langar til að taka þátt í dagskránni með einhverjum hætti um að hafa samband í gegnum netfangið listahatidbarna@reykjanesbaer.is . Einnig er hér gott tækifæri fyrir hópa sem bjóða upp á dagskrá tengda börnum að kynna sig og starfsemi sína. Þá hvetjum við einnig fyrirtæki í bænum til að slást í lið með okkur og bjóða upp á tilboð fyrir börn og fjölskyldur í tilefni hátíðarinnar.