Listahátíð barna í Reykjanesbæ

Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt fimmtudaginn 26. apríl í þrettánda sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni  Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 

Duus Safnahús verða undirlögð undir myndlistarsýningar leik-, grunn- og framhaldsskólans. Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram í Stapa og boðið verður upp á dagskrá fyrir fjölskyldur í tengslum við hátíðina laugardaginn 28.apríl og sunnudaginn 29.apríl.

Hér má sjá dagskrá fjölskyldudaganna.

Heildardagskrá verður birt hér fljótlega en hana verður einnig að finna á facebooksíðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ.

Meðal þess sem verður í boði fyrir fjölskyldur þessa helgi eru listsýningar, listasmiðjur, Skessan býður í lummur, ratleikur KFUM og K, Sirkus Íslands, grillaðar pylsur, tívolítæki, gleðistund með dýrunum í Hálsaskógi, „Ég er furðuverk“ stórtónleikar í Stapa með TR og Magga Kjartans og margt fleira.

Þeir sem vilja vera með í hátíðinni, bjóða upp á viðburð eða annað hafi samband við menningarfulltrui@reykjanesbaer.is