Laugardaginn 12.júní kl. 13 verður mikið um dýrðir í Duus Safnahúsum þegar Byggðasafn Reykjanesbæjar og Listasafn Reykjanesbæjar opna sumarsýningar sínar. Íbúar eru hvattir til að líta við og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.

Tegundagreining, sýning Steingríms Eyfjörð, eldri verk sett í nýtt samhengi ásamt nýjum verkum. Sýnt verður í Listasal og Bátasal.
 
Byggðasafn Reykjanesbæjar með Kaupfélag Suðurnesja 75 ára. Sýnt er í Stofunni.
 
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur er á safnið