Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í ellefta sinn helgina 9.-10. mars 2019. Söfn í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum veita þá gestum ókeypis aðgang að öllum söfnum sínum. Tilvalið fyrir menningarsinnaða og forvitna að bregða undir sig betri fætinum og taka rúnt um söfn Suðurnesja. Dagskrá verður kynnt nánar innan skamms.