Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 16.-17. október 2021.

Safnahelgin er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins.

Safnahelgin, sem haldin er árlega, er uppfull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum um allan Reykjanesskagann. Inn á heimasíðu Safnahelgarinnar, safnahelgi.is, verður hægt að nálgast upplýsingar um viðburði þegar nær dregur.

Yfir Safnahelgina verður unnið í takti við þær takmarkanir sem þá verða í gildi samkvæmt sóttvarnarreglum, hvort sem um verður að ræða aðgengi að söfnum og sýningum eða einstaka viðburðum.

Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þátt í dagskrá Safnahelgarinnar er bent á að hafa samband við tengiliði hjá sínu sveitarfélagi;

Suðurnesjabær: lovisa@sudurnesjabaer.is

Vogar: daniel@vogar.is

Grindavík: eggert@grindavik.is

Reykjanesbær: gudlaug.m.lewis@reykjanesbaer.is

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Safnahelgi á Suðurnesjum 2021!