Silkiþrykk námskeið

Silkiþrykk námskeið

 

Föstudaginn 21. júlí klukkan 16.00 verður silkiþrykk námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar.


Gillian Pokalo myndlistarkona frá Bandaríkjunum kennir námskeiðið en hún kennir silkiþrykk í grunnskólum ásamt því að halda vinnustofur fyrir allan aldur.

Gillian hefur selt verk sín víða og er landslagið á Íslandi henni mikill innblástur. Hún hefur m.a. selt verk í sjónvarpsþættina vinsælu  Modern family á heimili Cam og Mitchell.

Þetta er þriðja námskeiðið sem Gillian heldur hér á Íslandi en öll hafa þau farið fram í Bókasafni Reykjanesbæjar. Verk Gillian eru nú á sýningu í Duus húsum og í tilefni þeirrar sýningar kemur hún til landsins.

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ


Ath! Takmörkuð pláss í boði.