Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí en börn í Reykjanesbæ ætla að láta skoðanir sínar á barnastarfi safnsins í ljós.

Í tilefni sveitarstjórnarkosninum ætlum við í bókasafninu að boða til krakkakosninga sem hefjast 12. maí og standa út sjálfan kosningadaginn 14. maí.

Krakkarnir fara í kjörklefann okkar og kjósa þar á milli fjögurra valmöguleika um hvað þau vilja helst gera og sjá í bókasafninu sínu.

Fullorðnir mega aðeins fylgja barni inn í kjörklefann ef það þarf aðstoð við lestur miðans!