Lesið fyrir hunda

Laugardagana 8. og 15. maí gefst börnum í Reykjanesbæ tækifæri til þess að lesa fyrir hund í 20 mínútur.

Bókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir, laugardagana 8. og 15. maí kl. 11:30 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Börnin geta komið með eigin bók eða valið sér lesefni á safninu. Barnið verður að geta lesið sjálft. Öll grunnskólabörn velkomin en takmarkaður fjöldi kemst að. Nauðsynlegt er að skrá sig og boða forföll með fyrirvara. Skráning er á heimasíðu safnsins eða í síma 421-6770.

 

Verkefnið er í samvinnu við Vigdísi – vinir gæludýra á Íslandi http://www.hundalestur.is/lesid-fyrir-hund-verkefnid/

Bókasafn Reykjanesbæjar tekur þátt í BAUN Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ dagana 6.- 16. maí.