Ljóðalabb í tilefni Dags íslenskrar tungu

Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í Ljóðalabb í Heiðarhverfi


Í tilefni Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar hengt upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.

 
Ljóðin munu prýða nokkra vel valda ljósastaura í Heiðarhverfi í rúma viku og eru bæjarbúar hvattir til að njóta útiveru og næra lífsblómið með fallegum ljóðum Jónasar í leiðinni.
 
Viljir þú deila mynd af þinni gönguferð með myllumerkinu #ljóðalabb biðjum við þig að skora á vini og vandamenn að fara í nærandi göngu.