Consensa fyrir hönd Reykjanesbæjar óskar eftir tilboðum í reglubundinn akstur fyrir börn á milli skóla og frístundastarfs á starfstíma frístundaheimila. Um er að ræða þrjár skipulagðar akstursleiðir samkvæmt akstursáætlun. Sérhver aksturleið samanstendur af 4 ferðum sem eru eknar á tímabilinu 13:25 til 16:00 alla skóladaga samkvæmt gildandi skóladagatali eins og það hefur verið samþykkt fyrir hvern skóla. Akstur samkvæmt skipulagðri akstursáætlun samkvæmt útboði þessu skal hefjast eigi seinna en 3. janúar 2023 og gildir samningurinn til 1. júlí 2025. Heimilt er að framlengja samninwww.consensa.isgnum tvisvar (2) sinnum um eitt (1) ár í senn, þannig að samningstími getur mest orðið fjögur (4) ár.

Nánari upplýsingar má finna á www.consensa.is og í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum 

Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.

Númer:  202211
Útboðsaðili:  Reykjanesbær
Tegund:  Þjónusta
Útboðsgögn afhent:  21.11.2022 kl. 00:00
Skilafrestur:  20.12.2022 kl. 12:00
Opnun tilboða:  20.12.2022 kl. 12:01