Veðrið og Ljósanótt

Eins og flestum er kunnugt er veðurspá fyrir Ljósanæturhelgina ekki sérlega hagstæð eins og staðan er akkúrat núna. Öryggisnefnd Ljósanætur fylgist grannt með þróun mála og tekur stöðuna jafnt og þétt fram að hátíðinni sem hefst á fimmtudag.

Allra leiða verður leitað til að halda hátíðina samkvæmt auglýstri dagskrá en fyllsta öryggis verður þó gætt og ef gefnar verða út veðurviðvaranir verður brugðist við samkvæmt því. Allar breytingar verða tilkynntar á vef og á facebooksíðu Ljósanætur og Reykjanesbæjar.