Vorhreinsun í Reykjanesbæ

Vorhreinsun hefur verið árlegur viðburður hjá Reykjanesbæ síðustu áratugi og kynnum við skipulagið fyrir árið 2023. Hreinsunarátakið verður næstu tvær helgar; 28. apríl til og með 1. maí og 5. maí til og með 7. maí.

Við hvetjum íbúa til þess að nýta þennan tíma og ráðast í vorverkin á sínum svæðum þar sem tækifæri verður til þess að losa sig við lífrænan garðaúrgang í næsta nágrenni. Söfnunarstaðir verða á eftirtöldum stöðum þar sem íbúar geta losað lífrænan garðaúrgang þeim að endurgjaldslausu. Verða ýmist opnir gámar eða kör á staðnum.

  • Heiðarskóli: Bílastæði
  • Malarvöllur við Hringbraut
  • Njarðvíkurskóli: Bílastæði
  • Akurskóli: Bílastæði
  • Stapaskóli: Bílastæði
  • Skógarás: Bílastæði
  • Hafnir: Við strætóskýli Seljavogi

Staðsetning á kortasjá

Gámarnir eru einungis fyrir garðaúrgang og óheimilt að setja annað í gámana. Byggingaúrgangi, almennur úrgangi, spilliefnum, málmum, gleri og öðru sem tilfellur skal skilað í endurvinnslustöðvar.

Athugið að ekki verður farið í götur bæjarins til að hirða garðaúrgang.

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn 30. apríl nk. og hvetjum við alla til að kíkja út fyrir lóðamörkin sín og plokka í sínu nærumhverfi af því tilefni.

Hér eru nokkur góð plokkráð:

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Koma afrakstrinum í viðeigandi förgunarferli þar sem það fýkur ekki í burtu.
  • Senda tölvupóst á umhverfismidstod@reykjanesbaer.is og láta sækja ef magnið er mikið.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Munum að ALLT plokk skiptir máli, sama hversu lítið það er. Það gerir allt gagn.

Verum öðrum góð fyrirmynd og hreinsum til í okkar nærumhverfi nú á vordögum og munum að þetta er bærinn okkar, ábyrgðin okkar.