Bæjarskrifstofur

Bæjarskrifstofur verða lokaðar annan dag jóla.  Opnað verður kl. 10:00 þriðjudaginn 27. desember.  Lokað verður 2. janúar en skrifstofurnar opna aftur 3. janúar kl. 9:15.

 

Þjónustuborð Þjónustumiðstöðvar er opið allan sólarhringinn sími 420 3200

 

112- þegar áhyggjur eru af líðan og umönnun barns.

Barnavernd Reykjanesbæjar vill minna á að hægt er að tilkynna til barnaverndarnefndar í gegnum 112 ef áhyggjur eru af því að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, að það verði  fyrir áreitni eða ofbeldi  eða að heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hættu.

 

Bókasafn Reykjanesbæjar

Opið er á Þorláksmessu frá kl. 10:00 – 19:00.  Lokað er á aðfangadag, jóladag og annan dag jóla. Opnað kl. 10:00 þriðjudaginn 27. desember.  Lokað er á gamlársdag og nýársdag.  Opnað verður mánudaginn 2. janúar kl. 10:00. 
Opnað verður aftur á laugardögum eftir áramót, hefst 7. janúar 2012.

Vatnaveröld - Sundmiðstöð

Föstudagur   23. desember Þorláksmessa opið 6:45 - 16.00.
Lokað aðfangadag, jóladag og annan í jólum.
Föstudagur   30. desember lokar kl.15:00 vegna lagfæringa.
Laugardagur 31. desember gamlársdagur opið frá 08.00 – 10.00.
Lokað er á nýársdag.

Innileikjagarðurinn

Lokað verður í innileikjagarðinum 22. desember til 6. janúar – opnum aftur 7. janúar.  Opið verður um helgar frá 14:30 – 16:30 á nýju ári.

Reykjaneshöll, Íþróttamiðstöð við Heiðarskóla og Íþróttahús Myllubakkaskóla.  Íþróttahús Sunnubraut, Íþróttahús Njarðvík og Íþróttamiðstöð Akurskóla.

23. Desember lokað kl. 12:00.  Lokað 24., 25., 26. og 31. desember.  Lokað 1. janúar 2012.
Skessan í hellinum
Það verður opið hjá Skessunni alla virka vinnudaga yfir hátíðarnar. 
Lokað: aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. 
Opið 10:00 – 17:00

Duushús og Víkingaheimar

Lokað verður frá og með 23. desember til 2. janúar 2012.