Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Grassláttur
Grassláttur

Vinnuskóli Reykjanesbæjar mun bjóða eldri borgurum og öryrkjum upp á 1-3 slætti á heimagörðum í sumar frá 9. júní. Fjöldi slátta fer eftir tegund húsnæðis.

Einbýlishús -3 slættir.
Tví/Þríbýlishús -2 slættir.
Fjölbýli/blokk -1 sláttur.

Pantanir hefjast mánudaginn 31.maí í síma 420 3200 og er hægt að panta slátt frá 07:00-13:00 alla virka daga.

Vinsamleg ábending til notenda þjónustunnar: Sláttur hefst ekki fyrr en 9.júní og lýkur um verslunarmannahelgi. Slá þarf grasið a.m.k. einu sinni fyrir þann tíma - Vinnuskólinn slær ekki ef grasið er of hátt.