Breytingar á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030

Hlíðahverfi og Efra Nikelsvæði ÍB28

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 8. október 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í sameiningu íbúðasvæðis ÍB29 undir ÍB28. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 24. september 2018 í mkv. 1:17.500.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar.

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar