Deiliskipulagsbreytingar í Reykjanesbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

1. Deiliskipulagsbreyting Hafnargötu 12

Skipulagið gerir ráð fyrir að byggðar verði 30 - 35 íbúðir á lóðinni. Húsin verða tvær hæðir með nýtanlegu risi. Nýtingarhlutfall verður að hámarki 0,7.

2. Deiliskipulagsbreyting Leirdal 2 - 16

Breytingin gerir ráð fyrir að í stað tvílyftra parhúsa verði heimilað að byggja parhús á einni hæð. Byggingarreitir stækka um 1,5 m til suðurs en að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 20. apríl til 1. júní 2017. Tillögurnar eru einnig
aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemd er til 1. júní 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ.

Reykjanesbæ, 20. apríl 2017.

Skipulagsfulltrúi

Hafnargata 12:  deiliskipulag

Leirdalur 2 - 16: deiliskipulag