Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 16. október 2018 tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting.

Deiliskipulagsbreyting Hafnargata 12
Markmið tillögunnar er að

  • draga hluta húsanna frá Hafnargötunni tilbaka, þannig skapast bæjarrými fyrir gesti og íbúa og í leið opnar á sjónlínu að Hafnargötu 6 (ungó)
  • vinna með fjölbreytileika og uppbrot í framhlið hússanna sem snýr að Hafnargötu, en húsin hafa þá sérstöðu að liggja við eitt helsta samkomusvæði Reykjanesbæjar með útsýni yfir Hólmsbergið og Keflavíkina
  • staðsetja húsin þannig að sem minnsta ónæði skapast fyrir íbúa í kring, en á sama tíma móta fyrir útivistarými íbúanna sjálfa, þar sem skjól og dagsljós er nægilegt allt árið í kring
  • færa bílastæði neðanjarðar svo ásýnd raskist ekki og tengsl við nærliggjandi íbúðarhverfi sé grænt. Með bílkjallara er hægt að auka bílstæðakröfu frá 1 stæði á íbúð í 1,2-1,5 stæði og þar með draga verulega úr álagi bíla í umhverfinu. 

Tillögan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 25. október til 6. desember 2018. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. desember 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á nefang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram

Reykjanesbæ, 25. október 2018.
Skipulagsfulltrúi

Deiliskipulag Hafnargötu 12

Með því að smella á þennan tengil má horfa á myndband af vef Jees arkitekta sem sýnir tillögu að deiliskipulagi Hafnargötu 12