Deiliskipulagsbreyting Nesvellir

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulagsbreyting Nesvellir, Reykjanesbæ

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Krossmóa að norðan, Vallarbraut í vestri, Hjallaveg að sunnan og í austri af Njarðarbraut. Stærð svæðis er um 8.ha.Svæðið er íbúða- og þjónustusvæði og aðal breytingin er að fjölbýlishúsum er skipt upp í minni einingar og raðhúsum fækkað. Íbúðafjöldi helst óbreyttur.
Tillaga ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 26. janúar til 9.mars 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar hér að neðan.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. mars 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.

Reykjanesbæ, 18.janúar 2017.
Skipulagsfulltrúi

Gildandi deiliskipulag og tillaga að breytingu ásamt greinagerð

Skýringamyndir með tillögu að breytingu