Deiliskipulagsbreytingar í Reykjanesbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

1. Deiliskipulagsbreyting Hlíðahverfi
Einnar hæðar raðhús við Grænulaut 12, sex lengjur, breytast í fimm tveggja hæða fjölbýlishús. Íbúðum fjölgar úr 27 í 48. Heimil-að verði að setja allt að tveggja metra skyggni yfir inngangshurðum og verönd sunnan við raðhúsin nr. 16 til 26 við Grænulaut. Byggingarreitir merktir P1 verða 14x16 m. í stað 12x16 m. Heildarbyggingarmagn í Hlíðahverfi fer við þessar breytingar úr 300 í 321 íbúð.

2. Deiliskipulagsbreyting Leirdal 22-28
Breytingin gerir ráð fyrir að í stað tvílyftra parhúsa verði heimilað að byggja tvö tvílyft fjögurra íbúa raðhús. Ekki er um breytingu á stærð húsa eða nýtingarhlutfalli lóðar að ræða.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 23. mars til 4. maí 2017. Tillögurnar eru einnig  aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemd er til 4. maí 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ.

Reykjanesbæ, 22. mars 2017.

Skipulagsfulltrúi

Hlíðarhverfi, deiliskipulagsbreyting

Leirdalur 22-28, tillaga að deiliskipulagi