Graffiti og DJ smiðjur á Listahátíð barna

Listahátíð barna býður upp á tvær frábærar smiðjur fyrir krakka í 7.-10. bekk á Listahátíð barna. 

Graffiti smiðja

Geggjuð graffiti smiðja með listamanninum Marlon Pollock. Unnið verður verk á vegg í Fjörheimum. Einungis 25 pláss eru í boði. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Námskeiðið er ókeypis.

Námskeiðið er 3-4* skipti, 4 klukkustundir í senn.

  • Tvær helgar: 29.-30. apríl og föstudaginn 5. maí.
  • Fyrri helgina frá kl. 12-16 og föstudaginn 5. maí kl. 17-21,

* Ef fjórða skiptið þarf mun það verða laugardaginn 6. maí kl. 17.00.

Skráning á netfangið listahatidbarna@reykjanesbaer.is 
Fram þarf að koma nafn, bekkur, skóli og símanúmer.

Býr í þér DJ?

laugardaginn 6. maí kl. 13-17 verður DJ-smiðja í 88-húsinu með DJ snillingnum Marlon Pollock. Einungis 8 pláss eru í boði á þessu flotta námskeiði. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Námskeiðið er 1 skipti og stendur í 4 klukkustundir.

Skráning á netfangið listahatidbarna@reykjanesbaer.is 
Fram þarf að koma nafn, bekkur, skóli og símanúmer

Allir nánari upplýsingar veittar í gegnum netfangið listahatidbarna@reyekjanesbaer.is